21
Aug 11

Ég heiti Steven Páll Rogers og er 34 ára gamall áhugaljósmyndari, búsettur á Stór-Höfuðborgarsvæðinu. Ég hef verið að taka myndir í sirka 10 ár en ekkert af alvöru fyrr en fyrir svona 5 árum síðan. Ég byrjaði á því að taka aðallega myndir af bílum og öllu tengdu mótorsporti. Færði mig svo þaðan yfir í landslagsmyndir og núna nýverið uppgötvaði ég að mér þótti alveg óendanlega gaman að mynda fólk og þá sérstaklega lítil börn og krakka.

Ég hef verið að sanka að mér góðum búnaði í gegnum árin og er með gott ljósmyndastúdíó með ljósum, bakgrunnum og tilheyrandi. Ég er einnig að taka Ljósmyndunina í Tækniskólanum og stefni á að klára hana sem fyrst.

Ég vinn mikið með konunni minni, Villý Vilhjálms. Hún er menntaður hönnuður, með BSc í tölvutengdri hönnun, og gerði hún m.a. þessa síðu fyrir mig. Hún hefur verið mér innan handa við vinnslu myndanna og í myndatökum, en ég stefni einnig á að bæta meira við mig sjálfur í þeim fræðum. Ég hef svo fengið ýmsa aðila til að hjálpa mér til að farða og stílisera tökurnar hjá mér.

Ég held úti Flickr síðu sem ég er ekkert voðalega duglegur svosem að uppfæra en stefnan er tekin á að nota þessa síðu meira í uppfærslur og setja inn þau verkefni sem ég hef verið að gera.

Ef þú hefur áhuga á því að komast í samband við mig þá er alltaf hægt að hringja í síma 896-6097 eða senda mér línu á stevenpall(hja)stevenpall.com